Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 13. janúar 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Doha í Katar
Erik Hamren: Vona að staða Hannesar og Rúnars breytist
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson og Rúnar Alex Rúnarsson.
Hannes Þór Halldórsson og Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, vonast til að markverðirnir Hannes Þór Halldórsson og Rúnar Alex Rúnarsson fari að endurheimta sæti í byrjunarliðinu hjá félagsliðum sínum.

Hannes hefur ekki spilað með Qarabag í Aserbaídsjan síðan í nóvember á meðan Rúnar Alex var á bekknum hjá Dijon í tveimur síðustu leikjunum í frönsku úrvalsdeildinni. Erik vonast til að staða þeirra breytist áður en undankeppni EM hefst í mars.

„Í augnablikinu er ég ekki ánægður þar sem Hannes er ekki að spila með sínu félagi og Alex hefur verið á bekknum í síðustu leikjum. Ég vona að staða þeirra breytist því það er mikilvægt að leikmenn séu að spila," sagði Erik.

„Ég er ekki áhyggjufullur yfir þessu en þeir voru of mikið á bekknum í síðustu leikjum fyrir áramót. Ég vona að þeir fari að spila. Sem landsliðsþjálfari getur þú ekkert gert í þessu. Þú verður að gera það besta úr stöðunni. Ég vona að allir leikmenn spiili mikið."

Ánægður með stöðuna hjá leikmönnum
Emil Hallfreðsson fór í aðgerð á hné á dögunum og er tæpur fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í mars.

„Emil Hallfreðsson hefur verið meiddur og kannski verður hann ekki með í leikjunum í mars. Við sjáum til hvernig það verður. Það er spurningamerki í augnablikinu," sagði Erik en hann er að öðru leyti ánægður með stöðuna hjá leikmönnum landsliðsins.

„Það er jákvætt að sjá Arnór (Sigurðsson) spila, Aron Einar er að spila núna og það er jákvætt. Birkir (Bjarnason) hefur verið meiddur en er byrjaður að spila aftur sem er jákvætt. Jón Daði er byrjaður að spila, Gylfi er að spila og standa sig vel. Jói hefur verið svolítið meiddur en er að byrja að spila. Þeir sem eru að spila í Rússland eru að spila. Það eru jákvæðar fréttir og vonandi verður árið 2019 gott."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner