Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 13. janúar 2019 21:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Jafnt hjá Haukum og Selfossi
Selfoss náði í stig á Ásvöllum.
Selfoss náði í stig á Ásvöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Haukar 1 - 1 Selfoss
0-1 Guðmundur Tyrfingsson ('16)
1-1 Oliver Helgi Gíslason ('39)

Haukar og Selfoss áttust við í frestuðum leik í B-deild Fótbolta.net mótsins í dag. Leikurinn átti að fara fram á Selfossi í gær, en var frestað vegna veðurs og fór hann því fram á Ásvöllum í dag.

Selfyssingar, sem munu leika í 2. deild næsta sumar, náðu forystunni á gervigrasinu á Ásvöllum með marki frá Guðmundi Tyrfingssyni á 16. mínútu.

Selfoss náði ekki að halda forystunni fram að leikhléi því Oliver Helgi Gíslason jafnaði fyrir Hauka á 39. mínútu.

Þar við sat og lokatölur því 1-1. Þetta var fyrsti leikur hjá þessum liðum í mótinu, en fyrr í dag mættust Kári og Grótta í sama riðli.
Athugasemdir
banner
banner