Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. janúar 2019 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gareth Southgate mögulegur arftaki Mourinho
Powerade
Man Utd hefur áhuga á Gareth Southgate.
Man Utd hefur áhuga á Gareth Southgate.
Mynd: Getty Images
Tottenham lítur á Frenkie de Jong sem arftaka Christian Eriksen.
Tottenham lítur á Frenkie de Jong sem arftaka Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Chelsea að blanda sér í baráttuna um Adrien Rabiot.
Chelsea að blanda sér í baráttuna um Adrien Rabiot.
Mynd: Getty Images
Allan gæti reynst ansi dýr.
Allan gæti reynst ansi dýr.
Mynd: Getty Images
Diego Laxalt gæti gert góða hluti í enska boltanum.
Diego Laxalt gæti gert góða hluti í enska boltanum.
Mynd: Getty Images
Slúðurskammtur dagsins er afar áhugaverður þar sem ýmis stór nöfn innan knattspyrnuheimsins koma við sögu. BBC tekur pakkann saman.



Manchester United lítur á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englendinga, sem mögulegan arftaka Jose Mourinho. (Telegraph)

Diego Simeone er einnig eftirsóttur af Rauðu djöflunum, en hann á aðeins 18 mánuði eftir af samningi sínum við Atletico Madrid. (Mirror)

Real Madrid hefur áhuga á Harry Kane, 25, en Tottenham ætlar ekki að selja hann fyrir minna en 310 milljónir punda. (Sun)

Arsenal hefur sagt Juventus að félagið þurfi að greiða 18 milljónir punda til að kaupa Aaron Ramsey, 28, í janúar. Samningur hans rennur út næsta sumar. (Mirror)

Real Madrid ætlar að bjóða í Eden Hazard, 28, og Christian Eriksen, 26, næsta sumar. Þá munu stjörnurnar aðeins eiga ár eftir af samningum sínum. (Sun)

Tottenham er reiðubúið að jafna tilboð PSG í hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong, 21, og gera hann að arftaka Eriksen. (Express)

West Ham ætlar að bjóða aftur í Jonjo Shelvey, 26, eftir að Newcastle hafnaði 10 milljónum punda í vikunni. (Express)

Antonio Valencia, 33 ára fyrirliði Manchester United, mun yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Inter hefur áhuga á að fá Valencia til sín. (Mirror)

Milan er að undirbúa tilboð í Marouane Fellaini, 31 árs miðjumann Man Utd. (Daily Mail)

Chelsea er að spyrjast fyrir um Adrien Rabiot, 23 ára miðjumann PSG, og ætlar að stela honum af Barcelona. Rabiot verður samningslaus næsta sumar. (L'Equipe)

Juventus hafnaði tilboði frá Chelsea um að skipta á Alvaro Morata, 26, og Gonzalo Higuain, 31. (Calciomercato)

Philippe Coutinho, 26, hefur ákveðið að vera áfram hjá Barcelona þrátt fyrir mikinn áhuga frá Manchester United. (Mundo Deportivo)

Callum Hudson-Odoi, 18 ára ungstirni Chelsea, vill að félagið leyfi honum að fara til Bayern München í vikunni. (Daily Mail)

Kínverska félagið Dalian Yifang hefur mikinn áhuga á Willian, þrítugum framherja Chelsea sem er einnig eftirsóttur af Barcelona. (Mirror)

Manchester City er að undirbúa tilboð í brasilíska miðjumanninn Allan, sem leikur fyrir Napoli. Allan er 28 ára gamall og er eftirsóttur víða um Evrópu, hann gæti kostað vel yfir 50 milljónir evra. (Tuttomercato)

Arsenal mun ganga frá kaupum á Denis Suarez, 25 ára framherja Barcelona, í næstu viku. Arsenal mun fá leikmanninn á láni með kaupmöguleika. (Mundo Deportivo)

Everton hefur sett 20 milljón punda verðmiða á tyrkneska sóknarmanninn Cenk Tosun, sem er 27 ára. (Liverpool Echo)

West Ham ætlar að reyna að kaupa Callum Wilson, 26 ára sóknarmann Bournemouth, ef Marko Arnautovic, 29, fer í janúar. (Daily Mail)

Newcastle þarf að greiða rétt rúmlega 10 milljónir punda fyrir úrúgvæska kantmanninn Diego Laxalt, 25. (Calciomercato)

Pedro Obiang, 26 ára miðjumaður West Ham, er á leið til Fiorentina. Hann vill spila aftur í heimalandinu. (Daily Mail)

Leo Bonatini, 24 ára sóknarmaður Wolves, er í viðræðum við gríska stórveldið PAOK. (Daily Mail)

Rabbi Matondo, 18 ára miðjumaður Man City, hafnaði nýjum samning frá félaginu. (Sun)

Leeds er að íhuga að fá Emiliano Martinez, 26 ára markvörð Arsenal, á láni. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner