Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. janúar 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gattuso kom í veg fyrir brottför Calhanoglu
Mynd: Twitter
Stuðningsmenn AC Milan hafa ekki verið ánægðir með framlag Hakan Calhanoglu frá því að hann kom til félagsins fyrir 21 milljón evra sumarið 2017.

Calhanoglu hefur fengið mikinn spilatíma og er í miklu uppáhaldi hjá Gennaro Gattuso, þjálfara Milan, sem vill ekki leyfa honum að yfirgefa félagið þrátt fyrir mikinn áhuga frá RB Leipzig.

Ítalskir fjölmiðlar segja Leipzig vera búið að ná samkomulagi við Calhanoglu en Gattuso neitar að selja leikmanninn, sem gerði garðinn frægan með Bayer Leverkusen.

Calhanoglu er 24 ára gamall Tyrki sem hefur ýmist verið að spila á vinstri kanti, miðjunni eða í holunni á tímabilinu. Hann er sagður vilja halda aftur í þýska boltann, þar líði honum best.
Athugasemdir
banner
banner