Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. janúar 2019 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harry Kane haltraði af velli - Leit ekki vel út
Mynd: Getty Images
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, haltraði út af undir lok leiksins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Það er mikið áhyggjuefni fyrir stuðningsmenn Spurs.

Kane hélt um vinstri ökkla sinn eftir að hafa barist um boltann við Phil Jones og Victor Lindelöf þegar nokkrar sekúndur voru eftir.

Kane fékk aðhlynningu eftir leik og haltraði síðan til búningsklefa.

„Við munum skoða hann," sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, eftir leik. „Þetta var slæm tækling. Það var ekki ætlunin hjá þeim en þetta var slæm tækling."

„Vonandi er þetta ekki stórt vandamál. Þetta er áhyggjuefni," sagði argentíski stjórinn.

Moussa Sissoko fór líka meiddur af velli í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner