Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 13. janúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HK/Víkingur gengur frá samningum við tvo leikmenn
Isabella Eva með þjálfaranum Þórhalli Víkingssyni.
Isabella Eva með þjálfaranum Þórhalli Víkingssyni.
Mynd: HK/Víkingur
Ragnheiður Kara og Þórhallur.
Ragnheiður Kara og Þórhallur.
Mynd: HK/Víkingur
HK/Víkingur sem mun áfram leika í Pepsi-deildinni næsta sumar, hefur gengið frá samningum við þær Ragnheiði Köru Hálfdánardóttur og Isabellu Evu Aradóttur. Báðar eru fæddar 1999.

Ragnheiður er HK-ingur frá blautu barnsbeini og lék með liðinu upp í gegnum alla yngri flokka. Hún kom til HK/Víkings í 3. fl. 2014.

Ragnheiður var á sínum tíma valin í úrtakshópa U16, U17 og U19 landsliða Íslands og var valin besti leikmaður 2.fl. HK/Víkings, bæði 2016 og 2017.

Ragnheiður lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki HK/Víkings í ársbyrjun 2015 og skoraði sitt fyrsta mark, sléttu ári síðar. Hún fór á lánssamningi til Fjölnis sumarið 2018 og spilaði með þeim í Inkasso-deildinni.

„Það er HK/Víkingi mikið gleðiefni að hafa fengið Ragnheið Köru til baka, enda er hún strax búin að minna á sig og skoraði tvö mörk í glæsilegum 3-1 sigri á Stjörnunni í Faxaflóamótinu i gær," segir í tilkynningu frá HK/Víkingi.

Isabella er HK-ingur að upplagi og spilaði með liðinu upp í gegnum alla yngri flokka. Hún kom til liðs við HK/Víking í 3. fl. eins og Ragnheiður. Hún varð Reykjavíkurmeistari með liðinu árið 2014.

Isabella hefur margsinnis verið í úrtakshópum U17 og U19 ára landsliða Íslands og á að baki tvo leiki með U19.

Isabella lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki HK/Víkings í ársbyrjun 2015 og varð Lengjubikarmeistari C-deildar með liðinu þá um vorið. Árið eftir skoraði hún sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk og var í hópi leikjahæstu og markæstu leikmanna liðsins það ár. Hún spilaði 15 leiki með liðinu í Pepsi-deild á liðnu sumri.

Hún á að baki 86 leiki fyrir meistaraflokk og stefnir í að verða næst yngsti leikmaðurinn til að ná inn í 100 leikja klúbbinn.

„Það er HK/Víkingi mikið gleðiefni að hafa endurnýjað samning við Isabellu Evu, en hún samdi fyrst við liðið fyrir sléttum þremur árum," segir í tilkynningu HK/Víkings.

Báðar tilkynningar eru hér að neðan í heild sinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner