Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 13. janúar 2019 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kiko Casilla verður leikmaður Leeds í vikunni
Mynd: Getty Images
Enskir og spænskir fjölmiðlar eru sammála um að miklar líkur eru á því að spænski markvörðurinn Kiko Casilla verði búinn að skrifa undir hjá Leeds í vikunni og verði því gjaldgengur fyrir næsta leik liðsins gegn Stoke City í Championship deildinni.

Casilla er 32 ára gamall og kemur frá uppeldisfélagi sínu Real Madrid. Hann hefur þó spilað fyrir Espanyol, Cadiz og Cartagena á ferlinum en hélt aftur til Madrídar sumarið 2015.

Leeds er á toppi Championship deildarinnar og hefur verið að spila frábæran fótbolta undir stjórn Marcelo Bielsa sem telur sig þurfa góðan markvörð fyrir komandi átök nýs árs.

Samningur Casilla við Real rennur út sumarið 2020 og ætlar spænska stórveldið að leyfa honum að skipta um félag er hann leitar að meiri spilatíma á lokakafla ferilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner