Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 13. janúar 2019 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismótið: Höttur/Huginn fer vel af stað
Úr leik hjá Hugin síðasta sumar. Huginn og Höttur sameinuðust eftir tímabilið.
Úr leik hjá Hugin síðasta sumar. Huginn og Höttur sameinuðust eftir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KF 0 - 4 Höttur/Huginn
0-1 Sæbjörn Guðlaugsson ('27)
0-2 Marteinn Gauti Kárason ('50)
0-3 Aron Sigurvinsson ('53)
0-4 Jakob Jóel Þórarinsson ('68)

Seinni leikur dagsins í Kjarnafæðismótinu fyrir norðan var á milli KF og Hattar/Hugins í Boganum á Akureyri.

Sæbjörn Guðlaugsson skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik fyrir Hött/Hugin.

Snemma í seinni hálfleiknum keyrði Höttur/Huginn yfir KF. Marteinn Gauti Kárason, Aron Sigurvinsson og Jakob Jóel Þórarinsson voru á skotskónum og lokatölur 4-0.

Höttur/Huginn fer vel af stað eftir að félögin sameinuðust. Höttur/Huginn, sem sendir lið til leiks í 3. deildinni í sumar, hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Kjarnafæðismótinu og er á toppnum í B-deild. KF vann KA 3 í fyrsta leik sínum, en þetta var annar leikur liðsins.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner