banner
   sun 13. janúar 2019 12:58
Ívan Guðjón Baldursson
Michy Batshuayi á leið til Mónakó
Batshuayi gerði 9 mörk í 14 leikjum á láni hjá Dortmund í fyrra.
Batshuayi gerði 9 mörk í 14 leikjum á láni hjá Dortmund í fyrra.
Mynd: GettyImages
Belgíski sóknarmaðurinn Michy Batshuayi er á leið til Mónakó á láni út tímabilið og á að hjálpa félaginu í frönsku fallbaráttunni.

Thierry Henry tók við Mónakó fyrir áramót og er að gera allt í sínu valdi til að bjarga liðinu frá falli, en Cesc Fabregas og William Vainqueur gengu í raðir félagsins á dögunum.

Batshuayi, sem er samningsbundinn Chelsea til 2021, varði fyrri hluta tímabilsins á láni hjá Valencia en náði ekki að vinna sér inn byrjunarliðssæti. Hjá Mónakó verður staðan líklega öðruvísi þar sem hann og Henry þekkjast vel frá tíma þeirra saman í belgíska landsliðinu, þar sem Henry var aðstoðarþjálfari Roberto Martinez í rúmlega tvö ár.

Batshuayi mun eflaust leiða sóknarlínu Mónakó ásamt Radamel Falcao og eiga þeir erfitt verkefni fyrir höndum þar sem félagið er aðeins með 13 stig eftir 18 umferðir, fimm stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner