Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. janúar 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Peter Kenyon sagður vera að kaupa Newcastle
Mynd: Getty Images
Daily Mail heldur því fram að Peter Kenyon ætli að kaupa Newcastle í vor, en hann hefur áður reynt að kaupa félagið án árangurs.

Kenyon leiðir fjárfestahóp og þarf að safna 300 milljónum punda til að kaupa félagið, sem er í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Kenyon hefur mikla reynslu úr knattspyrnuheiminum en hann var áður framkvæmdastjóri Chelsea og Manchester United.

Mike Ashley, eigandi Newcastle, er ekki vel liðinn í borginni og vill mikill meirihluti stuðningsmanna sjá hann selja félagið.

Fjárfestahópurinn reyndi að kaupa Newcastle fyrir áramót en 100 milljónir voru ekki nóg. Nú er talið að hópurinn sé reiðubúinn að greiða talsvert hærri upphæð.
Athugasemdir
banner
banner
banner