Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 13. janúar 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Phil Masinga lést í dag
Mynd: Getty Images
Suður-Afríski sóknarmaðurinn Phil Masinga lést í dag, aðeins 49 ára gamall. Hann varð sá fyrsti frá Suður-Afríku til að spila í enska boltanum þegar hann gekk í raðir Leeds United 1994.

Masinga fann sig ekki í enska boltanum en átti eftir að gera fína hluti með Salernitana og Bari á Ítalíu áður en hann lagði skóna á hilluna 2002.

„Það hryggur okkur að tilkynna að fyrrverandi sóknarmaður okkar Phil Masinga er látinn. Allir innan Leeds United senda fjölskyldu hans samúðarkveðjur," segir í yfirlýsingu frá Leeds á Twitter.

„Þetta er mikill sorgardagur fyrir suður-afríska knattspyrnu. Phil var fyrirmynd jafnt innan sem utan vallar," sagði forseti suður-afríska knattspyrnusambandsins.

Masinga gerði 18 mörk í 58 landsleikjum fyrir Suður-Afríku og gerði eitt mikilvægasta mark í sögu landsins, sem kom liðinu á lokakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner