Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. janúar 2019 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Besta frammistaða síðan ég tók við
Mynd: Getty Images
„Ég er svo ánægður, og svo stoltur," sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, eftir 1-0 tap gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Undir lok fyrri hálfleiks lenti Tottenham undir, en liðið var mjög öflugt í seinni hálfleiknum án þess þó að skora. David de Gea var magnaður í markinu hjá United.

„Ég hef verið hérna í fjögur og hálft ár og frammistaðan í seinni hálfleiknum var sú besta í minni stjórnartíð. Mögnuð frammistaða, ég held að De Gea hafi varið 11 skot, ótrúlegt. Í fótbolta, stundum áttu skilið að vinna og vinnur ekki, stundum áttu ekki skilið að vinna og vinnur. Þess vegna elskum við fótbolta."

„Við vorum mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik en við náðum ekki að skipuleggja okkur eftir að Moussa Sissoko meiddist. Þess vegna fengum við á okkur markið."

„United fór aftar á völlinn í seinni og að skapa 11 færi gegn þannig kerfi er ótrúlegt. Ég fer af Wembley með góða tilfinningu."
Athugasemdir
banner
banner