sun 13. janúar 2019 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmót kvenna: Valur með flugeldasýningu
Hlín var með fernu.
Hlín var með fernu.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Fjölnir mætti Þrótti í skemmtilegum leik.
Fjölnir mætti Þrótti í skemmtilegum leik.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það voru þrír leikir á dagskrá í Reykjavíkurmóti kvenna í dag. Valur lék sér að Fylki, sem verður nýliði í Pepsi-deildinni í sumar.

Hlín Eiríksdóttir, 18 ára gömul, gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í leiknum. Elín Metta Jensen skoraði þrennu og markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir var með eitt. Margrét er að komast aftur af stað eftir erfið meiðsli.

Valur byrjaði Reykjavíkurmótið á 6-0 sigri gegn Fjölni og vinnur núna 8-0 gegn Fylki. Þvílík byrjun hjá Valskonum. Þetta var fyrsti leikur Fylkis á mótinu.

KR byrjar á sigri, en Vesturbæjarstórveldið hafði betur gegn HK/Víkingi, 3-1. HK/Víkingur var að leika sinn fyrsta leik í mótinu, rétt eins og KR.

Þá vann Fjölnir sigur gegn Þrótti í bráðfjörugum leik. Þróttur vann tvisvar upp tveggja marka mun en endaði á því að tapa. Þetta var fyrsti leikur Þróttar, en eins og áður segir þá tapaði Fjölnir stórt gegn Val í fyrsta leik.

Fylkir 0 - 8 Valur
0-1 Hlín Eiríksdóttir ('33)
0-2 Hlín Eiríksdóttir ('39, víti)
0-3 Margrét Lára Viðarsdóttir ('43)
0-4 Elín Metta Jensen ('57)
0-5 Hlín Eiríksdóttir ('65)
0-6 Elín Metta Jensen ('66)
0-7 Elín Metta Jensen ('74)
0-8 Hlín Eiríksdóttir ('86)

KR 3 - 1 HK/Víkingur
1-0 Helga Rakel Fjalarsdóttir ('6)
1-1 Eva Rut Ásþórsdóttir ('78, víti)
2-1 Kristrún Kristjánsdóttir ('87)
3-1 Sandra Dögg Bjarnadóttir ('94)

Þróttur R. 4 - 6 Fjölnir
0-1 Rósa Pálsdóttir ('23)
0-2 Rósa Pálsdóttir ('44)
1-2 Hrefna Guðrún Pétursdóttir ('46)
2-2 Markaskorara vantar ('55)
2-3 Sara Montoro ('58)
2-4 Harpa Lind Guðnadóttir ('64)
3-4 Andrea Rut Bjarnadóttir ('72)
4-4 Signý Rós Ólafsdóttir ('80)
4-5 Nadía Atladóttir ('89)
4-6 Aníta Björg Sölvadóttir ('93)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner