Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. janúar 2019 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Óvæntur sigur Athletic Bilbao gegn Sevilla
Inaki Williiam skoraði loksins á heimavelli.
Inaki Williiam skoraði loksins á heimavelli.
Mynd: Getty Images
Athletic 2 - 0 Sevilla
1-0 Inaki Williams ('23 )
2-0 Inaki Williams ('84 )

Athletic Bilbao vann óvæntan sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Það var Inaki Williams sem reyndist hetja Bilbao í leiknum en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Fyrra markið skoraði hann á 23. mínútu og það seinna á 84. mínútu.

Loksins skoraði þessi öflugi leikmaður á heimavelli, en fyrir leikinn í dag hafði hann farið í gegnum tæp þrjú ár án þess að skora á heimavelli. Á þessum tíma skoraði hann 15 deildarmörk á útivelli.

Bilbao fer upp í 16. sæti La Liga með þessum sigri. Þetta eru mjög slæm úrslit fyrir Sevilla sem er sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Börsungar eiga leik til góða gegn Sevilla.

Leikir dagsins á Spáni:
11:00 Atletico Madrid 1 - 0 Levante (Stöð 2 Sport)
15:15 Athletic Bilbao 2 - 0 Sevilla (Stöð 2 Sport 2)
17:30 Barcelona - Eibar (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Real Betis - Real Madrid (Stöð 2 Sport 3)



Athugasemdir
banner
banner
banner