banner
   sun 13. janúar 2019 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Varaforseti Fulham sagði stuðningsmanni að fara til fjandans
Shahid Khan, eigandi Fulham.
Shahid Khan, eigandi Fulham.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Fulham voru langt frá því að vera sáttir eftir 2-1 tap liðsins gegn Burnley í gær.

Fulham var betri aðilinn í leiknum en tvö sjálfsmörk settu strik í reikninginn og stóðu heimamenn uppi sem sigurvegarar án þess að eiga skot á rammann.

Tony Khan, varaforseti Fulham og sonur eigandans, fór á Twitter eftir leikinn til að róa stuðningsmenn niður og lofaði leikmannakaupum í janúarglugganum.

„Viltu vinsamlegast fara frá félaginu mínu," er meðal svara sem Tony fékk við Twitter færslu sinni og var hann langt frá því að vera sáttur og ákvað að svara fyrir sig.

„Aldrei. Ég mun deyja hjá þessu félagi. Farðu til fjandans," svaraði Tony, sem er 36 ára.




Athugasemdir
banner
banner