Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. janúar 2019 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Warnock um Brexit: Restin af heiminum má fara til fjandans
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, stjóri Cardiff, nýtti fréttamannafundinn sinn eftir markalaust jafntefli gegn Huddersfield í gær til að ræða um Brexit og möguleg áhrif þess á leikmannamarkaðinn í enska knattspyrnuheiminum.

Warnock segist vera fylgjandi því að yfirgefa Evrópu og hlakkar hann óstjórnanlega mikið til að losna undan samstarfinu við Evrópusambandið.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá get ég ekki beðið eftir Brexit. Ég held að allt verði mikið betra eftir þetta, knattspyrnan líka. Restin af heiminum má fara til fjandans," sagði Warnock.

„Félagaskiptagluggar eru alltaf erfiðir, þeir munu ekkert verða erfiðari við þetta. Ég skil ekki alla neikvæðnina í kringum þetta, við verðum bara að rífa okkur laus úr þessu sem fyrst."

Til gamans má geta að í leikmannahópi Cardiff eru leikmenn frá ellefu mismunandi löndum. Félagið er í eigu milljarðamærings frá Malasíu og er rekið af bankamanni frá Kýpur. Warnock var í Frakklandi í síðustu viku að reyna að kaupa argentínskan sóknarmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner