mán 13. janúar 2020 14:22
Elvar Geir Magnússon
Mourinho um frammistöðu Eriksen: Ég er ekki hálfviti
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho stjóri Tottenham segist gera sér grein fyrir því að Christian Eriksen sé að spila langt frá sínu besta fyrir liðið.

Daninn vill yfirgefa Tottenham og hefur verið orðaður við Inter. Mourinho segir þó að hann spili á morgun þegar Tottenham leikur bikarleik gegn Middlesbrough.

„Eriksen spilar á morgun. Allir leikmenn verð að vera klárir í að hjálpa liðinu. Við erum ekki í stöðu til að hugsa um neitt annað," segir Mourinho.

Eriksen hefur ekki þótt leika vel fyrir Tottenham og talað um að hugur hans sé löngu kominn annað. Á fréttamannafundi í morgun var Mourinho spurður að því hvort þetta væri besta útgáfan af Eriksen?

„Nei. Ef þú spyrð mig út í ástæðurnar þá er ég ekki hálfviti. Ég hef verið í fótbolta í mörg ár. Ég er ekki að gagnrýna leikmanninn en það er eðlilegt að leikmaður í þessari stöðu sýni ekki sínar bestu hliðar. En hann er að hjálpa okkur í þeim leikjum sem hann spilar. Hann hefur átt góða leiki, eins og gegn Olympiakos og Norwich," segir Mourinho.

Bíður frétta af Gedson Fernandes
Tottenham er að fá miðjumanninn Gedson Fernandes á 18 mánaða lánssamningi frá Benfica. Fernandes er á leið í læknisskoðun.

Þessi 21 árs leikmaður verður að öllum líkindum fyrsti leikmaðurinn sem Mourinho fær til Tottenham eftir að hann tók við stjórnartaumunum.

„Ég er að bíða eftir fréttum. Kannski koma þær eða ekki. Hann er núna Benfica leikmaður. Ég veit ekki hvort þjálfari Benfica sé sáttur að ég sé að tala um hans leikmann," segir Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner