Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. janúar 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho segir Fulham að hætta að kvarta
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur sagt Fulham að hætta að kvarta yfir að frestaður leikur liðanna fari fram í kvöld. Enska úrvalsdeildin ákvað á mánudag að setja leikinn á eftir að fresta varð leik Tottenham og Aston Villa.

Fulham hefur kvartað yfir því að hafa einungis fengið tveggja daga fyrirvara um að leikurinn myndi fara fram í kvöld.

„Við höfum spilað, ef það er ekki rangt hjá mér, 11 fleiri leiki en Fulham frá byrjun tímabilsins. Ellefu. Við höfðum spilað í hverri viku, þrjá leiki í viku. Í einni viku spiluðum við fjóra leiki," sagði Mourinho.

„Þeir spiluðu á laugardaginn gegn QPR - Í London. Þeir hafa sunnudag, mánudag og þriðjudag til að undirbúa þennan leik."

„Ef þeir koma með hálft liðið sitt þá mun ég fyrstur biðja þá afsökunar og segja að við höfum forskot í þessum leik. Ef þeir mæta með besta liðið sitt tel ég að þeiri eigi að biðja okkur afsökunar."

Athugasemdir
banner
banner
banner