Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. febrúar 2018 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aurier fær að heyra það - „Hefur brugðist liði sínu alltof oft"
Serge Aurier brýtur hér á Douglas Costa.
Serge Aurier brýtur hér á Douglas Costa.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Serge Aurier átti ekki góðan leik fyrir Tottenham í kvöld í Tottenham gerði 2-2 jafntefli við Juventus í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Það tók Juventus ekki langan tíma að brjóta ísinn, það gerðu Ítalíumeistararnir í fyrstu sókn leiksins. Markið kom eftir aukaspyrnu Miralem Pjanic en það var Gonzalo Higuain sem skoraði.

Higuain var svo aftur á ferðinni á níundu mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að Ben Davies hafði brotið af Federico Bernardeschi, leikmanni Juventus, innan vítateigs.

Allt stefndi þarna í þægilegan sigur Juventus en leikmenn Tottenham voru ekki dauðir úr öllum æðum. Harry Kane, sem hefur átt mjög gott tímabil, skoraði og minnkaði muninn. Hann slapp inn fyrir vörn Juventus og lék á hinn fertuga Buffon og skoraði.

Undir lok fyrri hálfleiksins fékk Juventus sína aðra vítspyrnu í leiknum eftir að Serge Aurier braut klaufalega á Douglas Costa. Í þetta skiptið skaut Higuain í slána, staðan var því 2-1 í hálfleik.

Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, var sérfræðingur í kringum leikinn og lét Aurier heyra það.

„Ég hef aldrei metið Aurier sem varnarmann," sagði Ferdinand. „Hann hefur brugðist liði sínu alltof oft."

Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, var með Ferdinand í settinu. Hann sagði Aurier „mjög heppinn" að Tottenham væri enn inn í einvíginu eftir þennan leik.

Christian Eriksen jafnaði metin fyrir Tottenham í seinni hálfleiknum. Smelltu hér til að sjá markið.
Athugasemdir
banner
banner
banner