Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. febrúar 2018 12:15
Elvar Geir Magnússon
Man Utd horfir til Alderweireld
Alderweireld í baráttunni.
Alderweireld í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Manchester Evening News segir að Manchester United sé að skoða möguleika á því að fá Toby Alderweireld, varnarmann Tottenham.

Alderweireld, sem er 28 ára, á 18 mánuði eftir af samningi sínum. Möguleiki er fyrir Tottenham að framlengja hann um eitt ár sumarið 2019.

En í samningnum ku vera klásúla um 25 milljóna punda riftunarákvæði sem gildir sumarið 2019, ekki fyrr en fjórtán dögum fyrir lok gluggans.

Alderweireld ferðaðist ekki með Tottenham til Tórínó í leikinn gegn Juventus en hann er að stíga upp úr meiðslum. Sagt er að Belginn hafi viljað spila leikinn og telur sig vera kláran en Mauricio Pochettino ákvað að taka hann ekki með.

Pochettino segir að verið sé að passa upp á Alderweireld eftir erfið meiðsli og segir að þetta tengist ekki viðræðum við leikmanninn um nýjan samning.

Enskir fjölmiðlar fjalla um það að Jose Mourinho hyggist endurnýja varnarlínu United næsta sumar og sagt að Raphael Varane hjá Real Madrid og Harry Maguire hjá Leicester.
Athugasemdir
banner
banner
banner