banner
   mið 13. febrúar 2019 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Mbl 
Arnór Ingvi: Tel okkur eiga góða möguleika á móti Chelsea
Arnór Ingvi í landsleik.
Arnór Ingvi í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö mæta enska stórliðinu Chelsea í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld.

Í viðtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu kveðst Arnór vera vongóður fyrir leiknum þrátt fyrir að andstæðingurinn sé mjög sterkur.

„Ég tel að við eig­um góða mögu­leika á móti Chel­sea og sér­stak­lega á okk­ar heima­velli. Það verður troðfull­ur völl­ur og það er alltaf gam­an spila und­ir þannig kring­um­stæðum í Mal­mö," segir Arnór.

„Við ætl­um að gera okk­ar besta til að stríða Chel­sea-liðinu."

Chelsea tapaði 6-0 gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

„Það vita all­ir að gæðin eru mik­il hjá Chel­sea og það má al­veg bú­ast við því að leik­menn þeirra vilji svara fyr­ir sig eft­ir þann skell. Þeir mæta ef­laust tví­efld­ir til leiks," sagði Arnór.

Það sem mun gera þennan leik enn erfiðari fyrir lið Malmö er að tímabilinu í Svíþjóð lauk í nóvember og hefst það í mars. Malmö undirbjó sig fyrir leikinn gegn Chelsea með því að spila æfingaleiki gegn Krasnodar og Dynamo Kiev á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner
banner