mið 13. febrúar 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Ligt bætir met Fabregas í kvöld
Mynd: Getty Images
Matthijs De Ligt er nafn sem fótboltaunnendur munu án vafa heyra mjög oft í framtíðinni. De Ligt er 19 ára gamall varnarmaður sem leikur með Ajax í Hollandi.

Á meðan margir táningar sitja yfir bókalestri þá er De Ligt að fara að spila í Meistaradeildinni gegn Real Madrid. Hann verður fyrirliði Ajax í leiknum, en um er að ræða fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Með því að vera fyrirliði í kvöld er De Ligt að bæta met Cesc Fabregas frá 2009. Fabregas, þá 21 árs gamall, var fyrirliði Arsenal í útsláttarleik í Meistaradeildinni.

De Ligt verður núna yngsti leikmaður sögunnar til að vera fyrirliði í útsláttarleik í Meistaradeildinni.

Þetta er líklega síðasta tímabil De Ligt hjá Ajax. Hann hefur verið orðaður við flest stórlið í Evrópu. Barcelona er líklegast til að landa honum.

Tveir leikir eru að hefjast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner