mið 13. febrúar 2019 16:19
Elvar Geir Magnússon
Declan Rice velur England yfir Írland
Rice valdi England.
Rice valdi England.
Mynd: Getty Images
Declan Rice, leikmaður West Ham, hefur staðfest að hann hyggist spila fyrir enska landsliðið en ekki það írska.

Þessi tvítugi varnarleikmaður hefur leikið fyrir öll yngri landslið Írlands og á þrjá vináttulandsleiki fyrir Íra.

Rice er fæddur í London en afi hans og amma eru frá Cork í Írlandi.

Síðasta sumar ræddi enska knattspyrnusambandið við leikmanninn og hann var ekki valinn í írska landsliðið þar sem hann var að íhuga að leika fyrir England.

Í desember reyndi Mick McCarthy landsliðsþjálfari að fá Rice til að velja Írland. Hann fundaði með honum og sagði við fjölmiðla að leikmaðurinn gæti orðið landsliðsfyrirliði Írlands í framtíðinni.

Rice hefur vakið talsvert umtal og stærri félög hafa áhuga á honum.

Hann gaf frá sér yfirlýsingu á Twitter sem sjá má hér að neðan. Þar segist hann vera Englendingur sem sé stoltur af írskum uppruna sínum. Hann hafi ráðfært sig við sína nánustu áður en ákvörðunin erfiða var tekin.




Athugasemdir
banner
banner
banner