Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. febrúar 2019 18:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Di Marzio telur sig vita hvers vegna bandið var tekið af Icardi
Icardi verður ekki lengur fyrirliði Inter.
Icardi verður ekki lengur fyrirliði Inter.
Mynd: Getty Images
Það er ólga hjá Inter en í dag var tilkynnt að Mauro Icardi hafi verið sviptur fyrirliðabandi liðsins.

Markvörðurinn Samir Handanovic er kominn með fyrirliðabandið hjá félaginu.

Þá er Icardi ekki valinn í leikmannahóp Inter sem mætir Rapid Vín í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag.

Inter hefur ekki gefið upp ástæðu fyrir þessu öllu saman, en Gianluca Di Marzio, einn helsti séfræðingurinn um ítalska boltann, telur sig vita hvað er í gangi. Hann segir að félagið hafi tekið ákvörðunina með Luciano Spalletti, stjóra Inter, vegna hegðunar Icardi sem fyrirliða.

Það hefur gengið illa fyrir Inter að semja við Icardi, en Di Marzio segir að það tengist þessu lítið.

Icardi er víst ekki mikið að tala í búningsklefanum og Inter lítur svo á að Handanovic sé betri leiðtogi fyrir liðið.

Það er spurning hvernig Icardi tekur í þetta. Argentíski sóknarmaðurinn hefur vakið athygli annarra félaga og hefur hann helst verið orðaður við Juventus, Chelsea og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner