Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. febrúar 2019 14:10
Elvar Geir Magnússon
Icardi ekki valinn í hópinn sem fer til Austurríkis
Icardi er 25 ára.
Icardi er 25 ára.
Mynd: Getty Images
Það er ólga hjá Inter en í dag var tilkynnt að Mauro Icardi hafi verið sviptur fyrirliðabandi liðsins.

Þá er Icardi ekki valinn í leikmannahóp Inter sem mætir Rapid Vín í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag.

Talið er ljóst að sóknarmaðurinn sé á förum frá Inter næsta sumar en hann hefur verið í samningaþrasi við félagið í nokkurn tíma. Ofan á það hefur hann ekki skorað í síðustu sjö leikjum.

Juventus, Chelsea og Real Madrid eru meðal félaga sem hafa sýnt honum áhuga.

Milan Skriniar og Marcelo Brozovic ferðast heldur ekki til Austurríkis í fyrri leikinn gegn Rapid en þeir taka út leikbann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner