Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. febrúar 2019 15:29
Elvar Geir Magnússon
Man Utd má búast við sekt fyrir flöskukastið
Di Maria þóttist fá sér sopa.
Di Maria þóttist fá sér sopa.
Mynd: Getty Images
Eftirlitsmaðurinn á leik Manchester United og Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gær hefur skilað inn skýrslu.

Tveimur flöskum var kastað í átt að Angel Di Maria, leikmanni PSG, í leiknum og verður það sérstaklega tekið fyrir.

Di Maria brást við með því að taka aðra flöskuna upp og þykjast drekka úr henni, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Stuttu seinna var vatnsflösku kastað að honum.

Fastlega má búast við því að Manchester United verði dæmt til að greiða sekt þegar málið verður tekið fyrir 28. febrúar.

Sjá einnig:
Hiti milli Di Maria og áhorfenda - Kallaði 'Fokk off' til stúkunnar

Í skýrslu eftirlitsmanns eru einnig athugasemdir við stuðningsmenn PSG sem kveiktu á flugeldum, köstuðu hlutum og urðu sekir um skemmdarverk á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner