Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 13. febrúar 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Meistaradeildin í dag - Áhugaverð viðureign á Wembley
Hvað gerir Sancho á Wembley?
Hvað gerir Sancho á Wembley?
Mynd: Getty Images
Meistaradeildin byrjaði að rúlla á nýjan leik í gærkvöldi með tveimur leikjum. Tveir leikir eru síðan á dagskrá í kvöld.

Dortmund, topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, kemur á Wembley í kvöld og mætir þar Tottenham. Afar áhugaverð viðureign.

Tottenham situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði deildarinnar, Manchester City. Tottenham verður án sterkra lykilmanna í kvöld en Harry Kane, Dele Alli og Danny Rose verða allir fjarri góðu gamni.

Mikið hefur verið rætt um "heimkomu" Jadon Sancho í liði Dortmund en hann er að sjálfsögðu Englendingur. Hann hefur átt stórkostlegt tímabil með Dortmund.

Í hinum leik kvöldsins mætast Ajax og Real Madrid. Spænsku risarnir hafa unnið Meistaradeildina síðustu þrjú ár en liðið hefur verið í basli heima fyrir á leiktíðinni.

Ajax er í öðru sæti í hollensku úrvalsdeildinni, sex stigum á eftir toppliði PSV Eindhoven.

Bæði lið unnu sína riðla fyrr í vetur en Dortmund endaði fyrir ofan Atletico Madrid. Roma þurfti að sætta sig við annað sætið í riðli með Real Madrid.

Leikir kvöldsins:
20:00 Tottenham - Dortmund (Stöð 2 Sport)
20:00 Ajax - Real Madrid (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner