Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. febrúar 2019 18:00
Elvar Geir Magnússon
Ramos leikur sinn 600. leik fyrir Real Madrid
Ramos hefur verið sigursæll á sínum ferli.
Ramos hefur verið sigursæll á sínum ferli.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn magnaði Sergio Ramos mun í kvöld leika sinn 600. leik fyrir Real Madrid þegar liðið heimsækir Ajax í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ramos hefur verið lykilmaður hjá Real sem hefur unnið Meistaradeildina þrjú ár í röð. Þá er hann kominn með ellefu mörk í öllum keppnum á þessu tímabili en hann er orðinn vítaskytta eftir að Cristiano Ronaldo fór.

„Það er ekki auðvelt að spila 600 leiki fyrir lið eins og Real Madrid. Þessi magnaði karakter er löngu orðinn goðsögn hjá félaginu og vonandi getur hann spilað miklu fleiri leiki fyrir það," segir Santiago Solari, þjálfari Real Madrid.

Ramos kom til Real Madrid frá Sevilla árið 2005 en þessi 32 ára miðvörður hefur raðað inn titlum með félaginu konunglega. Hann hefur fjórum sinnum fagnað Spánarmeistaratitlinum, Meistaradeildartitlinum fjórum sinnum og bikarnum tvisvar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner