Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. febrúar 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Reyndu að espa Hermann í að tækla Vilhjálm Bretaprins
Vilhjálmur prins á æfingu hjá Charlton á sínum tíma.  Liðsfélagar Hermanns Hreiðarssonar reyndu að fá hann til að tækla Vilhjálm.
Vilhjálmur prins á æfingu hjá Charlton á sínum tíma. Liðsfélagar Hermanns Hreiðarssonar reyndu að fá hann til að tækla Vilhjálm.
Mynd: Getty Images
Hermann Hreiðarsson er gestur vikunnar í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Þar ræðir Hermann meðal annars bikarsigur Portsmouth árið 2008. Hann fer einnig yfir bikarúrslitaleikinn 2010 þar sem Portsmouth tapaði 1-0 gegn Chelsea.

Hermann varð að sitja hjá í þeim leik þar sem hann sleit hásin nokkrum vikum áður.

„Ég hef spilað þrisvar á Wembley, 270 mínútur og ekki fengið á mig mark ennþá. Ef ég hefði ekki tekið þátt í því að fara í úrslit og vinna á sínum tíma þá hefði þetta verið hryllilegt og sært mann illa. Maður gat huggað sig við það að maður væri búinn með það," sagði Hermann um tilfinninguna að missa af úrslitaleiknum á Wembley 2010.

„Í úrslitaleiknum var ég nýbúinn í aðgerð og var með liðinu á svæðinu. Meðan upphitunin var í gangi þá var ég fyrir utan klefana og þar voru bræðurnir prins Harry og prins William. Við sátum þarna félagarnir og fórum yfir stöðuna. Við leystum heimsmálin á smá tíma."

Vilhjálmur prins er mikill fótboltaáhugamaður og Hermann var ekki að hitta hann í fyrsta skipti þegar þeir spjölluðu á Wembley 2010.

„Hann kom á æfingu hjá Charlton einhverntímann og var með í reit. Menn voru að reyna að espa mig upp í að tækla hann. Ég lét það renna í gegnum hausinn á mér....en ég lét það bara renna alla leið," sagði Hermann og hló.

Hlustaðu á Hemma í Miðjunni hér eða í Podcast forritum
Athugasemdir
banner
banner
banner