Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. febrúar 2019 08:30
Arnar Helgi Magnússon
Solskjær vonar að meiðsli Lingard og Martial séu ekki alvarleg
Jesse Lingard heldur utan um lærið í gær.
Jesse Lingard heldur utan um lærið í gær.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard og Anthony Martial þurftu báðir að fara útaf vegna meiðsla þegar Manchester United mætti PSG í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Leiknum lauk með 0-2 sigri gestanna frá París en Presnel Kimbempe og Kylian Mbappe skoruðu mörk liðsins.

Lingard þurfti að fara útaf í fyrri hálfleik en hann settist í grasið og hélt utan um lærið á sér. Alexis Sanchez kom inná í hans stað.

Martial var tekinn útaf í hálfleik en Juan Mata kom inná fyrir hann.

„Það er ekki hægt að nota þessi meiðsli sem afsökun fyrir því að við töpuðum leiknum. Það komu tveir frábærir leikmenn inná í staðinn. Við skulum vona að þetta sé ekki alvarlegt," sagði Solskjær eftir leikinn.

„Þetta eru einhversskonar vöðvameiðsli. Við þurfum að bíða og sjá með þetta."
Athugasemdir
banner
banner