Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. febrúar 2019 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
VAR notað í fyrsta sinn - Mark dæmt af Ajax
Skomina skoðar myndband.
Skomina skoðar myndband.
Mynd: Getty Images
Tagliafico hélt að hann væri að koma Ajax yfir.
Tagliafico hélt að hann væri að koma Ajax yfir.
Mynd: Getty Images
Nú stendur yfir leikur Ajax og Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ajax er búið að vera sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum í Amsterdam.


Það var sögulegt atvik í fyrri hálfleiknum. Myndbandsdómgæsla (VAR) var notuð í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar og var mark dæmt af Ajax.

Ákveðið var að hefja notkun VAR í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og var hún notuð í fyrsta sinn í kvöld.

Tagliafico skoraði fyrir Ajax, en dómarinn taldi að um rangstöðu hefði verið að ræða í aðdraganda marksins. Hann hefur væntanlega talið að Tadic, sem var rangstæður, hafi hindrað Courtois, markvörð Real Madrid.



Athugasemdir
banner
banner
banner