þri 13. mars 2018 18:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Fellaini byrjar
Fellaini kemur inn í byrjunarlið Man Utd.
Fellaini kemur inn í byrjunarlið Man Utd.
Mynd: Getty Images
Roma mætir Shakhtar í hinni viðureign kvöldsins.
Roma mætir Shakhtar í hinni viðureign kvöldsins.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho gerir tvær breytingar á byrjunarliði Manchester United frá leiknum gegn Liverpool um helgina. Man Utd mætir Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeidarinnar í kvöld.

Paul Pogba gat ekki spilað gegn Liverpool en hann snýr aftur í leikmannahópinn í kvöld. Scott McTominay sest á bekkinn og Marouane Fellaini tekur stöðu hans í byrjunarliðinu. Jesse Lingard kemur líka inn í byrjunarliðið fyrir Juan Mata.

Annars er liðið það sama og heldur Marcus Rashford sæti sínu eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Liverpool. Hollendingurinn Frank de Boer sagði á dögunum að það væri ekki gott fyrir Rashford að spila fyrir Mourinho en sá portúgalski lét þá De Boer heyra það.

Fyrri leikur Man Utd og Sevilla endaði markalaus og Man Utd þarf því að vinna í kvöld ef liðið ætlar sér áfram.

Hér að neðan eru byrjunarliðin.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Valencia, Bailly Smalling, Young, Matic, Fellaini, Rashford, Sanchez, Lingard, Lukaku.
(Romero, Darmian, Lindelof, Mata, McTominay, Pogba, Martial)

Byrjunarlið Sevilla: Sergio Rico, Mercado, Llenglet, Kjær, N'Zonzi, Banega, Correa, Sarabia, Escudero, Muriel, Vazquez.
(Soria, Ben Yedder, Geis, Pizzaro, Pareja, Nolito, Arana)



Hin viðureign kvöldsins er á Ítalíu þar sem Roma fær Shakhtar Donetsk í heimsókn. Fyrri leikurinn endaði 2-1 fyrir Shakhtar og því eru bæði lið í góðum möguleika að komast áfram.

Hér að neðan eru byrjunarliðin úr þeim leik.

Byrjunarlið Roma: Alisson, Florenzi, Manolas, Fazio, Kolarov, Nainggolan, De Rossi, Strootman, Cengiz, Dzeko, Perotti.

Byrjunarlið Shakhtar: Pyatov, Butko, Ordets, Rakitsky, Ismaily, Marlos, Fred, Stepanenko, Bernard, Taison, Ferreyra.

Báðir leikirnir hefjast 19:45 og eru sýndir beint.

Leikir kvöldsins:
19:45 Man Utd - Sevilla (Stöð 2 Sport 2) (0-0)
19:45 Roma - Shakhtar Donetsk (Stöð 2 Sport) (1-2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner