Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 13. mars 2018 10:07
Magnús Már Einarsson
Gylfi hljóp mest þrátt fyrir meiðslin
Mynd: Getty Images
Engar frekari fréttir hafa borist af meiðslum Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir að hann fór til sérfræðings í gærkvöldi.

Gylfi meiddist á hné um miðjan fyrri hálfleik í sigri Everton á Brighton um síðustu helgi. Eftir að hafa setið á vellinum í smástund og fengið aðhlynningu þá hélt Gylfi áfram.

Liverpool Echo greinir frá því í dag að Gylfi hafi þrátt fyrir meiðslin hlaupið meira en allir liðsfélagar sínir í leiknum.

Gylfi hljóp samtals 11,11 kílómetra þrátt fyrir að hafa meiðst í fyrri hálfleiknum.

Eftir leikinn kom í ljós að Gylfi er illa meiddur og nokkuð ljóst þykir að hann spilar ekki með Everton á tímabilinu. Stóra spurningin er hins vegar hvort hann verði klár í slaginn fyrir HM með íslenska landsliðinu í sumar.

Sjá einnig:
Sjúkraþjálfari Vals: Trúi ekki að liðbandið sé slitið hjá Gylfa
Arnar Grétars: Allir Íslendingar taka andköf vegna frétta af Gylfa
Athugasemdir
banner
banner
banner