Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. mars 2018 14:15
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Man City héldu syngjandi í sólina í Abu Dhabi
Leikmenn City mættir til Abu Dhabi.
Leikmenn City mættir til Abu Dhabi.
Mynd: Twitter @ManCity
Strax eftir sigurinn gegn Stoke í gær flugu leikmenn Manchester City til Abu Dhabi í fimm daga æfingaferð.

Þar sem City féll óvænt úr leik í enska bikarnum fær liðið nú 18 daga frí frá öllum keppnum en landsleikjahlé er handan við hornið.

City er með mikla forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og mórallinn í hópnum með besta móti. Leikmenn sungu og skemmtu sér í flugvélinni á leið til sólarinnar í furstadæmunum.

Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko sem spilað hefur sem bakvörður í síðustu leikjum birti myndband úr flugvélinni á Instagram svæði sínu.

Þar sáust leikmenn City vera að syngja lag sem hefur hljómað mikið á Anfield eftir að Philippe Coutinho var seldur. Um er að ræða lag sem byggt er á 'Sugar, Sugar' frá The Archies.

Man City útgáfan:
We've got Aguero
And we sold Edin Dzeko
But we've got Dazza (David Silva)
Ah Sane, Sane

Eigendur Manchester City eru frá Abu Dhabi. City á möguleika á að vinna þrjá titla á þessu tímabili, liðið vann deildabikarinn og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Við stjórnuðum leiknum og erum komnir með 81 stig, það er hellingur! Núna fáum við þrjár vikur í frí. Við ætlum til Abu Dhabi og munum koma endurnærðir til baka," sagði Pep Guardiola eftir sigurinn gegn Stoke í gær.





Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 33 23 5 5 77 26 +51 74
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner