Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 13. mars 2018 20:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sean Dyche sagður mikill aðdáandi Arons Einars
Verður Aron Einar liðsfélaga Jóhanns Berg?
Verður Aron Einar liðsfélaga Jóhanns Berg?
Mynd: Fótbolti.net - Siggi dúlla
Sean Dyche er sagður mikill aðdáandi Arons Einars Gunnarssons miðjumanns Cardiff og landsliðsfyrirliða Íslands.

Aron Einar er samningsbundinn Cardiff fram í júní en hann hefur sagt að hann muni fara frá Cardiff ef liðið kemst ekki upp í ensku úrvalsdeildina á þessari leiktíð.

Cardiff er í öðru sæti Championship-deildarinnar og eru ágætis líkur á því að liðið muni spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

Sean Dyche, stjóri Burnley, hefur augastað á Aroni og ætlar fylgjast vel með því hvað gerist hjá honum næstu vikurnar.

Burnley er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er í Evrópubaráttu en með liðinu leikur Jóhann Berg Guðmundsson. Jóhann Berg hefur verið einn besti maður Burnley í vetur.

Jóhann Berg og Aron eru að fara að spila saman með Íslandi á HM í sumar og spurning er hvort Jói reyni að sannfæra Aron um að ganga til liðs við Burnley í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner