Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. mars 2019 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Cambiasso: Ekki hægt að bera Juve saman við Inter 2010
Mynd: Getty Images
Argentínski miðjumaðurinn fyrrverandi Esteban Cambiasso átti góðan feril og þá sérstaklega á tíma sínum hjá Inter þar sem hann lék í áratug.

Cambiasso lék lykilhlutverk er Inter vann þrennuna undir stjórn Jose Mourinho árið 2010 og eru margir sem telja Juventus geta endurtekið verkið í ár.

Cambiasso telur þó ekki sanngjarnt að líkja árangri Inter 2010 við árangur Juventus núna.

„Það er ekki hægt að líkja þessu Juventus liði við Inter á sínum tíma. Við vorum ekki með stórstjörnu eins og Cristiano Ronaldo eða Messi, sem eru tveir afar einstakir leikmenn sem geta gert gæfumuninn," sagði Cambiasso við Sky Sport Italia.

„Þess í stað vorum við með leikmann eins og Eto'o, sem kom til okkar eftir að hafa unnið þrennuna með Barcelona.

„Ólíkt Juve komum við ekki til baka á þennan hátt en það var mikilvægt að slá Chelsea úr leik þegar enginn taldi okkur eiga möguleika.

„Það er einfaldlega ekki hægt að líkja þessum liðum saman."
Athugasemdir
banner
banner
banner