Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 13. mars 2019 22:54
Elvar Geir Magnússon
Hvenær er dregið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar?
Dregið verður á föstudag, 15. mars.
Dregið verður á föstudag, 15. mars.
Mynd: Getty Images
Wanda Metropolitano.
Wanda Metropolitano.
Mynd: Getty Images
Fjögur ensk lið eru í pottinum fyrir dráttinn í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Liverpool og City bættust við í vikunni.

Hér eru allar helstu upplýsingar fyrir dráttinn sem er framundan.

Hvenær er drátturinn?
Drátturinn fyrir 8-liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitin fer fram á föstudaginn, 15. mars, í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Athöfnin á að hefjast 11:00 að íslenskum tíma.

Hvaða lið verða í 8-liða úrslitum?
Tottenham
Ajax
Manchester United
Porto
Manchester City
Liverpool
Juventus
Barcelona

Hverjir geta mætt hverjum í 8-liða úrslitum?
Ólíkt fyrri umferðum er drátturinn í 8-liða úrslitum alveg opinn svo lið frá sama landi geta mæst. Manchester United getur til dæmis mætt Liverpool

Það lið sem kemur fyrr upp úr pottinum spilar fyrri leikinn á heimavelli.

Hvenær verða leikirnir?
Fyrri leikir 8-liða úrslita verða 9. og 10 apríl og seinni leikirnir viku síðar. Fyrri leikir undanúrslita verða svo 30. apríl/1. maí.

Hvar verður úrslitaleikurinn?
Úrslitaleikurinn í ár fer fram á Wanda Metropolitano, heimavelli Atletico Madrid, þann 1. júní.
Athugasemdir
banner
banner