mið 13. mars 2019 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: FH skoraði sjö gegn Gróttu
Atli Guðnason skoraði tvö gegn Gróttu.
Atli Guðnason skoraði tvö gegn Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Grótta 1 - 7 FH
1-0 Arnar Þór Helgason ('26)
1-1 Atli Guðnason ('38)
1-2 Jónatan Ingi Jónsson ('58)
1-3 Brandur Olsen ('60)
1-4 Atli Guðnason ('70)
1-5 Björn Daníel Sverrisson ('73)
1-6 Jåkup Thomsen ('78)
1-7 Þórir Jóhann Helgason ('86)

Grótta tók á móti FH í síðasta leik kvöldsins í Lengjubikarnum og komust Seltirningar yfir með marki frá Arnari Þóri Helgasyni í fyrri hálfleik.

Atli Guðnason jafnaði fyrir leikhlé og var staðan enn jöfn þegar lið gengu til búningsklefa í hálfleik.

FH-ingar komu tvíefldir út úr klefanum og voru komnir yfir þréttan mínútum síðar. Brandur Olsen tvöfaldaði svo forystu FH áður en Atli bætti sínu öðru marki við og staðan orðin 1-4.

Hafnfirðingar voru þó ekki hættir því Björn Daníel Sverrisson, Jåkup Ludvig Thomsen og Þórir Jóhann Helgason bættu við mörkum og lauk leiknum með 1-7 sigri FH.

FH er búið að jafna Breiðablik á stigum á toppi riðilsins og keppir úrslitaleik við Blika næsta laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.

Grótta er með þrjú stig eftir fjórar umferðir og er síðasti leikur liðsins á heimavelli gegn Keflavík.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner