Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2019 13:56
Elvar Geir Magnússon
UEFA skoðar ummæli Neymar
Neymar í vandræðum.
Neymar í vandræðum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Brasilíski fótboltamaðurinn Neymar gæti verið á leið í bann en UEFA hefur hafið rannsókn á ummælum hans á samfélagsmiðlum eftir tap PSG gegn Manchester United í Meistaradeildinni.

Neymar var allt annað en ánægður með dómgæsluna í leiknum, sem United vann 3-1. PSG féll úr leik.

„Þetta er til skammar!" skrifaði Neymar á Instagram. „UEFA velur fjóra menn sem vita ekkert um fótbolta til að fara yfir atvikið hægt á myndbandi. Þetta var engan veginn hendi. Farið til fjandans!"

Neymar var ekki sáttur með þá ákvörðun Damir Skomina, dómara leiksins, að dæma vítaspyrnu. Boltinn fór í hendi Presnel Kimpembe og ákvað Skomina að benda á punktinn eftir að hafa horft á atvikið á myndbandi.

UEFA hefur staðfest að ummælin séu í skoðun hjá aganefnd.
Athugasemdir
banner
banner