Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 13. mars 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Eriksen vill ekki tjá sig um Real Madrid orðróminn
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen.
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Christian Eriksen, leikmanns Tottenham, vill ekki tjá sig um fréttaflutning af áhuga Real Madrid.

Mirror segir að Zinedine Zidane vilji fá Eriksen í sumar.

Hinn 27 ára Eriksen mun aðeins eiga tólf mánuði eftir af samningi sínum í sumar. Tottenham reynir að fá hann til að skrifa undir nýjan samning en félagið gæti selt hann í sumar í stað þess að eiga á hættu að missa hann á frjálsri sölu.

Umboðsmaðurinn Martin Schoots segir að einbeiting skjólstæðings síns snúi að því sem gerist innan vallar.

„Ég vil ekki auka umræðuna um samningsstöðuna hjá Christian og hans fótboltaframtíð. Christian er bara að einbeita sér að fótboltanum," sagði Schoots við Ekstra Bladet.

„Hann hefur þróast úr því að vera heimsklassa efni í að verða heimsklassa leikmaður."

Real Madrid er sagt horfa til Eriksen í að taka við keflinu af Luka Modric sem verður 34 ára í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner