Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. mars 2019 18:00
Arnar Daði Arnarsson
Valgeir Árni og Hlynur framlengja við Aftureldingu
Valgeir Árni fagnar marki Aftureldingar í 2. deildinni í sumar.
Valgeir Árni fagnar marki Aftureldingar í 2. deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Valgeir Árni Svansson og Hlynur Magnússon hafa skrifað undir tveggja ára samning við Aftureldingu sem leikur í Inkasso-deildinni í sumar.

Valgeir er 21 árs gamall miðjumaður en hann er uppalinn hjá Aftureldingu og á að baki fjórtán leiki í deild og bikar.

Hlynur er tvítugur sóknarmaður sem var á láni hjá Aftureldingu frá Fylki á síðasta tímabil. Hlynur er nú alfarið kominn til Aftureldingar en hann var á skotskónum í leiknum gegn KA í Lengjubikarnum um síðustu helgi.

„Afturelding fagnar því að báðir þessir leikmenn séu búnir að ganga frá samningum fyrir næstu tímabil," segir á Facebook-síðu Aftureldingar.
Athugasemdir
banner
banner