mið 13. mars 2019 18:38
Ívan Guðjón Baldursson
Zorc: Sancho fer ekki í sumar
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho, ungur kantmaður Borussia Dortmund, hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu.

Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, telur þó engar líkur á því að ungstirnið yfirgefi félagið til að ganga til liðs við Rauðu djöflana næsta sumar.

„Það er enginn verðmiði á Jadon en hann fer ekki næsta sumar. Jadon verður partur af liði Dortmund á næsta tímabili þó að litlar líkur séu á því að hann verði hér að eilífu, ég átta mig á því," sagði Zorc.

„Ég get sagt að við munum ekki selja Sancho, þó að stærsta félagslið heims vilji fá hann þá tel ég litlar líkur á að hann verði seldur. Það þarf eitthvað mjög sérstakt að gerast til að hann fari."

Sancho ólst upp hjá Manchester City og var seldur til Dortmund í fyrra. Þar hefur hann staðið sig gífurlega vel þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner