Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 13. apríl 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Áfrýjun Atletico Madrid hafnað
Mynd: Getty Images
Diego Costa, sóknarmaður Atletico Madrid, var dæmdur í átta leikja bann fyrir að hreyta fúkyrðum að dómara leiksins er liðið tapaði toppslagnum gegn Barcelona um síðustu helgi.

Costa lét reka sig útaf á 28. mínútu en Börsungar unnu 2-0 og komu bæði mörkin í síðari hálfleik.

Atletico Madrid ákvað að áfrýja ákvörðun knattspyrnusambandsins en aganefnd hefur gefið út að hún tekur áfrýjunina ekki til greina. Leikbannið helst því í átta leikjum, sem þýðir að sóknarmaðurinn umdeildi missir af restinni af tímabilinu.

Nú hefur Atletico tvær vikur til að senda áfrýjunarbeiðni til TAD sem er æðra dómsstig í íþróttum á Spáni. Líklegt er að Atletico muni áfrýja en ólíklegt er að sú áfrýjun beri árangur, enda sagðist Costa ætla að skíta á móður dómarans skömmu áður en hann fékk rautt. Í sömu andrá kallaði hann móður dómarans hóru.
Athugasemdir
banner
banner
banner