Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 13. apríl 2019 16:27
Arnar Helgi Magnússon
Championship: Leikmaður Chelsea skoraði þrennu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tíu leikjum var nú að ljúka í ensku Championship deildinni. Leeds mætir Sheffield Wednesday í síðasta leik dagsins klukkan 16:30.

Aston Villa vann mikilvægan sigur á Bristol City en bæði lið eru að berjast um það að komast í umspil um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Tammy Abraham kom liðinu yfir eftir tíu mínútur í síðari háfleik. Conor Hourihane tvöfaldaði forystu liðsins áður en að Famara Diedhiou klóraði í bakkann en lengra komust gestirnir í Bristol ekki. Lokatölur 2-1. Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Aston Villa.

Derby er ekki búið að stimpla sig út úr baráttunni um umspilssætið en liðið valtaði yfir Bolton, 4-0. Mason Mount, leikmaður Chelsea skoraði þrennu fyrir Derby. QPR vann einnig stórsigur en liðið fékk Swansea í heimsókn, lokatölur 4-0.

West Brom skoraði einnig fjögur á heimavelli þegar liðið mætti Preston. Dwight Gayle skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og Jay Rodriguez bætti við þriðja.

Gayle fullkomnaði þrennuna í síðari hálfleik áður en að Callum Robertson klóraði í bakkann fyrir Preston.

Aston Villa 2 - 1 Bristol City
1-0 Tammy Abraham ('55 )
2-0 Conor Hourihane ('66 )
2-1 Famara Diedhiou ('74 )

Derby County 4 - 0 Bolton
1-0 Craig Bryson ('37 )
2-0 Mason Mount ('45 )
3-0 Mason Mount ('55 )
4-0 Mason Mount ('82 )

Ipswich Town 1 - 1 Birmingham
0-1 Lucas Jutkiewicz ('7 )
1-1 Gwion Edwards ('46 )

Middlesbrough 1 - 0 Hull City
1-0 Britt Assombalonga ('25 )

Nott. Forest 1 - 2 Blackburn
0-1 Joe Rothwell ('29 )
0-2 Danny Graham ('49 )
1-2 Ryan Yates ('52 )

QPR 4 - 0 Swansea
1-0 Darnell Furlong ('3 )
2-0 Tomer Hemed ('5 )
3-0 Tomer Hemed ('17 )
4-0 Massimo Luongo ('54 )

Reading 2 - 1 Brentford
1-0 Yakou Meite ('8 )
2-0 Yakou Meite ('15 )
2-1 Neal Maupay ('44 )

Sheffield Utd 1 - 1 Millwall
1-0 Gary Madine ('51 )
1-1 Jake Cooper ('90 )
Rautt spjald:John Egan, Sheffield Utd ('86)

Stoke City 2 - 2 Rotherham
1-0 Sam Vokes ('27 )
2-0 Samuel Clucas ('29 )
2-1 Will Vaulks ('59 )
2-2 Matt Crooks ('74 )

West Brom 4 - 1 Preston NE
1-0 Dwight Gayle ('28 )
2-0 Dwight Gayle ('31 )
3-0 Jay Rodriguez ('44 )
4-0 Dwight Gayle ('71 )
4-1 Callum Robinson ('90 )
Athugasemdir
banner
banner