Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. apríl 2019 15:58
Arnar Helgi Magnússon
England: Fulham skellti Everton - Bournemouth skoraði fimm
Redmond skoraði tvö í dag.
Redmond skoraði tvö í dag.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fjórum leikjum var nú að ljúka rétt í þessu í ensku úrvalsdeildinni. Burnley vann frábæran sigur á Cardiff og er liðið svo gott sem búið að tryggja sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni.

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Cardiff en Jóhann Berg Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekknum. Chris Woods skoraði bæði mörk Burnley í 2-0 sigri.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mættu Fulham en heimamenn í Fulham voru betri frá fyrstu mínútu og hefðu getað skorað fleiri mörk en raun bar vitni. Tom Cairney kom liðinu yfir þegar rúmar þrjátíu sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik.

Ryan Babel var frábær í leiknum en hann tvöfaldaði forystu Fulham á 69. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 2-0 sigur Fulham staðreynd.

Bournemouth fór á kostum þegar liðið mætti Brighton. Dan Gosling kom liðinu yfir á 33. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiksins. Ryan Fraser tvöfaldaði forystu Bournemouth í upphafi síðari hálfleiks. Anthony Knockaert fékk beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu og liðsmenn Brighton spiluðu einum færri síðustu 20 mínúturnar.

David Brooks, Marc Wilson og Junior Stanislas bættu síðan allir við marki og lokatölur því 0-5!

Southampton tók á móti Wolves og það tók heimamenn ekki nema tvær mínútur að brjóta ísinn. Þar var að verki Nathan Redmond. Willy Boly jafnaði fyrir Wolves áður en að Redmond kom Southampton yfir á nýjan leik. Shane Long rak síðan síðasta naglann í kistu Wolves á 71. mínútu leiksins.

Brighton 0 - 5 Bournemouth
0-1 Dan Gosling ('33 )
0-2 Ryan Fraser ('55 )
0-3 David Brooks ('74 )
0-4 Marc Wilson ('81 )
0-5 Junior Stanislas ('90 )
Rautt spjald:Anthony Knockaert, Brighton ('68)

Burnley 2 - 0 Cardiff City
1-0 Chris Wood ('31 )
2-0 Chris Wood ('90 )

Fulham 2 - 0 Everton
1-0 Tom Cairney ('46 )
2-0 Ryan Babel ('69 )

Southampton 3 - 1 Wolves
1-0 Nathan Redmond ('2 )
1-1 Willy Boly ('28 )
2-1 Nathan Redmond ('30 )
3-1 Shane Long ('71 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner