Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. apríl 2019 18:22
Hafliði Breiðfjörð
England: Tvö víti Pogba afgreiddu West Ham
Pogba skorar úr fyrra vítinu í kvöld.
Pogba skorar úr fyrra vítinu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Pogba fagnar.
Pogba fagnar.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 2 - 1 West Ham
1-0 Paul Pogba ('19 , víti)
1-1 Felipe Anderson ('49 )
2-1 Paul Pogba ('80 , víti)

Man Utd er komið í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á West Ham í dag en liðið fór með sigrinum upp fyrir Arsenal sem leikur ekki fyrr en á mánudagskvöldið.

West Ham voru erfiðir í horn að taka gegn Man Utd í dag og strax á níundu mínútu var mark ranglega tekið af þeim. Felipe Anderson skoraði þá gott mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Nokkuð sem búið er að sýna fram á að var rangur dómur.

Þess í stað voru það heimamenn sem komust yfir tíu mínútum síðar. Paul Pogba skoraði þá úr vítaspyrnu sem hafði verið dæmd þegar Robert Snodgrass braut á Juan Mata innan vítateigs.

Staðan 1-0 í hálfleik en gestirnir bitu frá sér í byrjun þess síðari og nú skoraði Felipe Anderson mark sem fékk að standa. Klaufaskapur Paul Pogba þýddi að Man Utd missti boltann sem endaði á marki Anderson.

Staðan orðin 1-1 og Man Utd búið að fá á sig 44 mörk á tímabilinu, nokkuð sem hefur ekki gerst síðan tímabilið 2001-2002 þegar þeir fengu á sig 45.

Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum hafði West Ham lagt mikla pressu á Man Utd og átt fínustu tilraunir og meðal annars varði David De Gea stórkostlega en Man Utd fékk aftur víti. Pogba fór aftur á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 2-1 sem varð lokastaðan í leiknum.

Pogba hefur með þessu skorað 13 mörk á tímabilinu auk þess að leggja upp önnur níu mörk en þetta er besta tölfræði hans í deildarkeppni til þessa. Sjö af mörkunum komu úr vítaspyrnum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 22 8 3 76 32 +44 74
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 33 11 12 10 52 50 +2 45
11 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner