lau 13. apríl 2019 12:49
Arnar Helgi Magnússon
Guðjón Pétur fundaði með Val í morgun
Spilar Guðjón í rauðu í sumar?
Spilar Guðjón í rauðu í sumar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson gæti snúið aftur í Val en hann fundaði með félaginu í morgun. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem nú er í gangi á X977.

Þar var talað um að Valur væri líklegasti áfangastaður Guðjóns.

Fréttir bárust af því í hádeginu í gær að Guðjón Pétur hefði yfirgefið KA vegna fjölskylduaðstæðna. Miklar væntingar voru gerðar til Guðjóns fyrir norðan en talað hefur verið um að liðinu hafi vantað sóknarmiðjumann með sköpunarmátt.

Guðjón Pétur gekk í raðir KA frá Íslandsmeisturum Vals í vetur og nú er útlit fyrir það að hann gæti gengið í raðir Vals á nýjan leik.

KA samþykkti tilboð Breiðabliks í Guðjón í gær en leikmaðurinn þekk­ir vel til hjá Breiðabliki en hann lék með liðinu á ár­un­um 2013 til árs­ins 2015.

Í heildina á Guðjón 271 leiki í deild- og bikar hér á landi og hefur hann gert 59 mörk í þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner