Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. apríl 2019 14:24
Arnar Helgi Magnússon
Solskjær segir Pogba ekkert hafa breyst
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær segir að hegðun og frammistaða Paul Pogba hafi ekkert breyst eftir að orðrómar um að hann gæti farið til Real Madrid fóru að heyrast.

Frammistaða Paul Pogba er ekki jafn góð og hún var í fyrstu leikjunum undir stjórn Norðmannsins. Pogba hefur verið orðaður burt frá félaginu í sumar en Ole Gunnar segir að hugur hans sé hjá Manchester United.

„Ég tala oft við Pogba og ég finn ekki fyrir neinu nema jákvæðni frá honum. Samtöl okkar hafa ekkert breyst frá því að ég tók við í desember," segir Solskjær.

„Hann er einbeittur á það sem er í gangi að hverju sinni og leggur sig alltaf 100% fram. Ég er mjög ánægður með hann."

Manchester United mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag en flautað verður til leiks á Old Trafford klukkan 16:30.
Athugasemdir
banner