Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. apríl 2019 16:35
Arnar Helgi Magnússon
Spánn: Barcelona tókst ekki að skora gegn botnliðinu
Malcom byrjaði í dag.
Malcom byrjaði í dag.
Mynd: Getty Images
Barcelona tókst ekki að skora gegn Huesca þegar liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Huesca er í neðsta sæti deildarinnar. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Ernesto Valverde hvíldi nokkra lykilmenn í leiknum, til að mynda Lionel Messi, en liðið mætir Manchester United í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudag. L

Þrátt fyrir það er liðið með tólf stiga forskot á Atletico Madrid sem að nú leikur við Celta Vigo.

Espanyol hafði betur gegn Alaves í fyrsta leik dagsins í morgun. Heimamenn í Espnayol komust yfir á 19. mínútu leiksins með marki frá Adria Pedrosa.

Victor Laguardia varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark á 47. mínútu og staðan orðin 1-1. Sigurmarkið skoraði Jonathan Calleri á 56. mínútu og lokatölur því 2-1, Espanyol í vil.

Espanyol 2 - 1 Alaves
1-0 Adria Pedrosa ('19 )
1-1 Victor Laguardia ('47 , sjálfsmark)
1-2 Jonathan Calleri ('56 )

Huesca 0 - 0 Barcelona
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner