Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. apríl 2021 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berglind Rós spilaði lítið - „Planið var að allar fengju að spila"
Icelandair
Berglind í fyrri leiknum
Berglind í fyrri leiknum
Mynd: Getty Images
Hafrún Rakel spilaði sinn annan landsleik í dag
Hafrún Rakel spilaði sinn annan landsleik í dag
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Berglind Rós spilaði ekki í þessum seinni leik, spurning um meiðsli?" spurði Helena Ólafsdóttir í uppgjörsþætti á Stöð 2 Sport í kjölfar leiks Ítalíu og Íslands í dag.

„Maður veltir því fyrir sér, hann þurfti ekkert að segja það í viðtali að allir leikmenn myndu fá mínútur en maður reiknar með að það útskýri það. Að öðru leyti eru aðrir leikmenn að fá heilan helling af mínútum," sagði Mist Rúnarsdóttir sem var sérfræðingur í þættinum.

Margrét Lára Viðarsdóttir sagði þá að mínúturnar sem Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Elísa Viðarsdóttir hafi fengið skipti miklu máli. „Mínútur eru ekki bara mínútur, það að fá að byrja leiki er annað." Elísa byrjaði fyrri leikinn í hægri bakverði og Hafrún í dag. „Þetta skiptir svo miklu máli að fá að byrja þessa leiki."

Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á sínum öðrum landsleik á laugardag og spilaði síðustu mínútur leiksins.

Þorsteinn var spurður út í mínútur leikmanna og hvort Berglind væri heil.

Varðandi leikmannahópinn, það eru allir leikmenn sem spila nema Telma [Ívarsdóttir, markvörður]. Var það planið þegar valið var í hópinn? Hvernig er staðan á Berglindi Rós Ágústsdóttur, er hún heil?

„Það eru allar heilar og planið var að allar fengju að spila eitthvað. Það er eins og það er og maður tekur ákvörðun um hversu margar mínútur leikmenn fá. Það getur verið misjafnt," sagði Steini.

Var einhver í stærra hlutverki en hugmyndin var í upphafi þar sem Dagný Brynjarsdóttir datt út?

„Já, við létum kannski Alexöndru og Gunný spila meira en planið var. Ég var ekki búinn að teikna nákvæmlega upp mínútufjölda. Eins og í leiknum í dag var ég ekki búinn að ákveða eins marga hluti fyrir leikinn eins og ég var fyrir leikinn á laugardag. Í síðasta leik var ég búinn að plana meiri partinn af skiptingunum en núna var ég búinn að plana miklu minna."

Sjá einnig:
Steini: Ekki ætlunin að búa til einhvern svakalegan Tiki-taka bolta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner